Dýrðin?
´Hér með tilkynnist að ég er ekki lengur meðlimur í hljómsveitinni Dýrðinni. Mér var boðið í kaffi í dag af Einari gítarleikara og hann hellti í mig kaffi og bauð mér uppá hjónabandssælu og múffur og tilkynnti mér að því miður höfðu þau ákveðið að hafa þessa ráðningu mína tímabundna eins og til stóð í byrjun. Ég átti nefnilega bara að vera með í sumar á meðan hljómborðsleikarinn þeirra væri í útlöndum, eða eitthvað. Svo ílengtist ég bara. En þau þekkja fólk í þessum bransa sem eru ekki að gera neitt sérstakt, hætt með einhverja hljómsveit og vilja frekar fá eitthvert af þeim. Ég er náttúrulega miður mín, en ég einhvernvegin fann þetta á mér, svo það kom mér eiginlega ekkert á óvart. Semsagt, hljómborðsleikari/bakrödd á lausu. Bless, bless, Dýrðin, bjóðið mér einhverntíman í kaffi í appelsínugula eldhúsið ykkar (sniffsniff)
skrifað af Runa Vala
kl: 17:46
|